3.10.2007 | 23:12
mikið um að vera,
Já það er mikið um að vera þessa dagana og þeir þjóta áfram, ég er í sjokki eftir fund í skólanum í dag hjá dóttir minni, það höfðu tveir krakkar búið til bloggsíðu í nafni eins stráks í bekknum og sett ótrúlegan óþvera þar ínn í hans nafni, nú er búið að eyða þessari síðu, en eins og mamma stráksins benti á þá er allt sem fer á netið til einhverstaðar þó því eigi að hafa verið eytt. Lögreglan hefur til dæmis aðgang að þessu og ef strákurinn myndi lenda í einhverju seinna gæti þetta verið grafið upp í hans nafni. Já þetta er leiðindar mál og mjög gróft einelti, og eins gott að börnin læri eitthvað af þessu.
Athugasemdir
Það er nú málið, netið biður upp á óþverraskap undir nafnleynd stundum, krakkar og fullorðnir myndu aldrei segja allt held ég ef þeir stæðu frammi fyrir manneskjunni. Netið er einn staðurinn fyrir eineltið og líklega sá versti....leiðindamál......kv Erna H
Móðir, kona, sporðdreki:), 4.10.2007 kl. 10:34
þetta er hræðilegt að krakkar skuli gera svona, þetta er skjalafals að búa til síðu í annara nafni kveðja, Óla H.
Óla (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.