Svínaflensan!

oppsNú er sumarið komið og allir glaðir að koma út í góða veðrið og hittast, en þá þyrmir yfir. Cool Já nú er betra að fara varlega, svínaflensan er komin. Sick og hætt við að hún smitist víða og jafnvel í svínin hér á landi en þau hafa verið laus við svínaflensu hingað til.FootinMouth Sem betur fer virðist flensan ekki vera mjög hættuleg enn sem komið er og því verður maður bara að vona hið besta.Bandit kv. Sjana.


Snjór

Snjór 2008 002Fallegur snjór sem kom í gær, það var ótrúlega jólalegt að horfa út í dag og frekar erfit að halda sig við lesturinn. Óska ykkur öllum góðs gengis á morgun í prófinnu, kv. Sjana.


Kulda kast

sérðu hestaÞað er búið að vera ansi kalt í dag FootinMouth  ég rakst á þessa skemmtilegu mynd og læt hana fylgja hér með. Í svona kuldanæðing hef ég bara verið inni að mestu og kláraði æfingarprófið í stj. en þá er lokaverkefnið eftir Errm  það er búið að vara heilmikið að gera í vikuni, ég vann eina vakt í Rvk. á lítadeild, svona smá tilbreyting, annars er bara best að reyna að halda sér að verkefnunum Pinch  það er víst nóg að gera í því núna, kveðja Sjana.

Vertu ávalt hress

þung byrði

Vertu alltaf hress í huga
hvað sem kann að mæta þér
lát ei sorg né böl þig buga
baggi margra þyngri er.

Vertu sanngjarn, vertu mildur
vægðu þeim sem mót þér braut
bið þinn guð um hreinna hjarta
hjálp í lífsins vanda og þraut.

Treystu því að þér á herðar
þyngri byrði ei varpað er
en þú hefur afl að bera
orka blundar, næg er þér.

Þerraðu kinnar þess er grætur
þvoðu kaun hins særða manns
sendu inn í sérhvert hjarta
sólageisla kærleikans.

Höfundur óþekktur:


Allt á leið niður

nýr seðillEf verðbólagan fer á fullt eins og verið er að spá verður ekki langt í að þessi seðill verði algengur, úff Ninja . Það er líklega best að reyna að fara út að ganga og hressa sig við í góða veðrinuSmile , ég er búin að skila tveimur verkefnum í morgun, bara nokkuð gott að það er frá, en á eftir verkefnið um stjórnandanPolice . skoða það næstu daga, kveðja Sjana.

Haustið að byrja;

Karen og AskurÞað má nú segja að sumarið leið fljótt og haustið er komið. Ég er komin í aftur í vinnuna hér fyrir austan, sem er ágættFootinMouth , eftir skemmtilegt verknám í sumarSmile  og skólin að byrja, maður er að reyna að finna út úr hvaða námsbækur við þurfum að kaupa,Wink . það verður gamman að hittast í október,   kveðja Sjana.

Rúmlega hálfnuð,

Landakot[1]Það er búið að vera í nógu að snúast, en nú er ég rúmlega hálfnuð með starfsnámið, sem sagt búinn með fimm vikur af átta vikum Smile  svo það saxast á þetta, LoL  það er samt mjög fínnt að vera á Landakoti, bara erfitt að vera vinna svona mikið í góða veðrinu sem nú gengur yfir landið, svo styttist í að skólinn byrji aftur Cool   vonandi hafa allir það sem best,  kveðja Sjana.

vorferð

vorferðinÉg fór í hina árlegu vorferð okkar starfsmanna í vinnuni í vikunni Smile og að þessu sinni fórum við á Stokseyri í kajakferð og svo í heitapottinn,sumir fóru reyndar á kaffihús á meðan Wink við byrjuðum reyndar á að koma við á Hellu og skoðuðum málverkasýningu sem ein úr vinnuni er með svaka flottar myndir, LoL það, svo var farið á Selfoss og nýja Sjúkrahúsið skoðað, eða við skoðuðum öldrunardeildina, InLovehún er rosalega flott ég fór að sjá eftir að hafa ekki sótt um að vera þar í sumar, Happy en það verður öruglega fínt á Landakoti það er bara allt voða gamalt og lúið þar Crying sérstaklega þegar maður sér svona nýtt og fínnt allt. En þetta stendur allt til bóta ég held að það eigi jafnvel að byrja á nýrri álmu hjá okkur, kanski Grin á  næsta ári ef maður er bjartsýnn. kveðja Sjana.


niðurstaða úr prófi

prófinnÉg varð að prufa að fara á spámaður.is og skoða hvað hann hefði að segja, úr því að við verðum að bíða svona lengi eftir niðurstöðunum. Smile  og þetta var svarið.   Joyful            Sverðið táknar líðan þína, þú tekur á vandamálum líðandi stundar með því að skera þau niður í hluta í huganum samanborið við sverðið. Myndræn líking kemur skýrt fram sem áherslubreyting. þú virðist skilja kjarnann frá hisminu með því að ýta þeim málum sem vekja hjá þér ónot burt og losa þig endanlega við þau með innri styrk þínum. Sverð réttlætisins á greinilega vel við um þessar mundir ef myndrænn skilningur spilsins er dregin framm.

Næsta síða »

Um bloggið

Kristjana Jónsdóttir

Höfundur

Kristjana Jónsdóttir
Kristjana  Jónsdóttir

Ég er sjúkraliði og bý á Hvolsvelli, ég á mann, fjórar dætur, tvö barnabörn  og eina kisu.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • apríl 2014 010
  • Júlí 2009 076
  • Júlí 2009 072
  • opps
  • Snjór 2008 002

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband