Færsluflokkur: Dægurmál

Vorhátíð

                         brauðréttur                                                                                                                                                                                                                                                                              það er mikill léttir að prófin skulu vera búinn og hægt að snúa sér að ýmsu öðru, veðrið er búið að vera yndislegt úti í dag og í nógu að snúast í garðinum Happy en ég þarf að fara að drífa mig í að gera brauðrétti fyrir vorhátíð í skólanum á morgun, Wizard það er bara gaman og svo sem síðustu forvöð þar sem litla barnið er að klára grunnskólan, Woundering svo þá er sá áfangi búinn, eftir að hafa verið með barn í grunnskóla í 22ár hugsið ykkur hvað tímin líður Smile Það er eins gott að nýta tíman vel. Gangi ykkur öllum vel kveðja Sjana.

Vor

vorÉg held að vorið fari að koma úr þessu, þetta er búinn að vera langur og kaldur vetur. Það er gaman að sjá þegar fyrstu vetrargosanir fara að láta sjá sig á vorin, svo eru fuglanir að byrja að sjást, ég sá fullt af Tjaldi austur í Vík í síðustu viku, og svo syngjandi Svani á heimleiðini svo þetta lofar góðu. það er búið að vera nóg að gera í verkefnavinnu eins og hjá öllum, gott að geta séð hvort maður sé á réttri leið með þetta allt saman með því að skiptast svolítið á.

kveðja Sjana

Páskar

paskarMikið er frábært að páskarnir eru að koma, það er smá tilbreyting, í öllu stressinu, verst að það er farið að rigna, það er búið að vera svo bjart og fallegt veður síðustu daga. Ég á frí laugadag og sunnudag svo það er ágætt. Ég vona að allir hafi það sem best yfir hátíðina, ég segi bara Gleðilega páska. kveðja Sjana.

Frábær lota;

blandað 040Þetta var frábær tími sem við áttum í þessari lotu, og margt að læra eins og sjá má á þessari mynd, það var stungið og sprautað þannig að fórnalömbinn vöru alveg í dái eftir þetta allt. Verst hvað þetta líður fljótt, þrír dagar liðnir áður en maður veit af og ekki annað að gera en að reyna að snúa sér að verkefnunum sem hlaðast upp. kveðja Sjana.

Glímt við verkefni

verkefniTíminn líður hratt núna, það er komin mars, ég var með barnabörnin í heimsókn um helginna svo það var í nógu að snúast, en í dag var ég svo að reyna að glíma við verkefnið í LHF það eru ansi snúnar spurningar í því en þetta smá kemur. Svo er heilmikið af öðrum verkefnum sem þarf að fara að kíkja á og höfuðborgarferðinn alveg að skella á. Það er leiðinlegt að hitta ekki Guðrúnu, en vonandi verður þetta gaman, kveðja Sjana.

Dóminiska lýðveldið

domi_strond_240x160[1]Ég var að koma úr vetrafríi úr Dóminiska lýðveldinu svo það er nóg að gera framundan Crying  svo lítið sjokk oð koma úr 30° hita í  -15° frost. Cool  En þetta er búið að vera frábært frí svo það ér bara að koma sér í réttan gír, Pouty  kveðja Sjana.

Gleðilegt ár; ,,2008''

hross_flugeldar[1]Gleðilegt árWizard , og þakkir fyrir allt á árinu sem er að líða, vonandi verða þessi áramót góð þrátt fyrir slæma veðurspáHalo , þá er bara að halda sig inni í hlyjunni með fjölskyldunni og láta sér líða velInLove , kveðja Sjana.        .Whistling

Englakerti

englakertiðÁ morgun er fjórði sunnudagur í aðventu og þá er kveikt á síðasta kertinu í aðventu kransinum, sem heitir englakerti, það minnir á að englar guðs birtust fjárhirðunum og boðuðu þeim frið á förð.

Kirkjuhvoll

PV2DPCCA00522NCALYX7V2CA67DN8ZCAZ429VCAO4N1Y6það er búið að ganga á ýmsu í vinnuni hjá mér undanfarið eins og sumir hafa kanski séð á visir.is eða í fréttablaðinu, en vonandi fer þessum látum að linna, og einhver lausn að finnast á vandamálinu, það líður óðum að jólum svo það eru um að gera að fara að einbeita sér að því svo allt gangi nú upp,  kveðja Sjana.

rok og rigning

jólaljósÞað er ekki beint jólalegt að horfa út núna, endalaust rok og rigning, og varla hægt að setja upp jólaseríur úti það fýkur allt niður jafn óðum. Vonandi fer þetta að lagast og ef til vill lætur jólasnjórinn sjá sig. ég sá að það var að koma einnkunir úr næst síðasta áfanganum og þá er bara að bíða eftir HBF sem vonandi kemur fljótlega. Vonandi hafið þið það gott þrátt fyrir leiðinda veður, kveðja Sjana.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kristjana Jónsdóttir

Höfundur

Kristjana Jónsdóttir
Kristjana  Jónsdóttir

Ég er sjúkraliði og bý á Hvolsvelli, ég á mann, fjórar dætur, tvö barnabörn  og eina kisu.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • apríl 2014 010
  • Júlí 2009 076
  • Júlí 2009 072
  • opps
  • Snjór 2008 002

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband